Hagstofa Spánar tilkynnti í morgun að verðbólga mældist 2,7% í ágúst. Er það talsverð hækkun milli mánaða, því hún mældist 2,2% í júlí og 1,8% í júní. Helsta ástæðan nú er hækkun á bensínverði.

Spænska þingið samþykkti fyrr í sumar að virðisaukaskattur myndi hækka úr 18% í 21% 1. september. Það mun hækka verðlag. Talið er líklegt að almenningur muni mótmæla þeim hækkunum kröftuglega.