Verðbólga í október mun lækka úr 1,9% í 1,8% samkvæmt Verðbólguspá Capacent sem kom út í dag.

Verðbólga hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands í 20 mánuði samfleytt, en síðustu tvö ár eru eitt lengsta stöðuleikatímabil í verðlagsmálum seinni ára.

Einnig kemur fram í Verðbólguspá Capacent að verð á þjónustu mun hækka. Sú hækkun jafnast hins vegar út vegna þess að verð á innfluttum vörum muni lækka á móti. Einnig er gert ráð fyrir duglegri hækkun á fasteignaverði eða um 1% hækkun, en miklar hækkanir gefa vísbendinu um að vaxandi spenna er á fasteignamarkaði.