IFS greining spáir því að tólf mánaða verðbólga verði 2,3% í febrúar en hún var 3,1% í janúar. Þetta kemur fram í verðbólguspá IFS greiningar sem var birt í dag. Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru 2,5%.

Verðbólguspáin hljóðar upp á 0,8% hækkun neysluverðsvísitölu frá fyrri mánuði. Í febrúar í fyrra hækkaði neysluverðsvísitalan um 1,6% milli mánaða.

Hagstofan birtir verðbólgutölur fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi.