*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Innlent 29. apríl 2019 09:53

Verðbólga hækkar eftir gjaldþrot Wow

Verðbólgan náð 3,3% samhliða töluverðri hækkun eldsneytis og miklum hækkunum í farþegaflugi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% í apríl frá fyrri mánuði og er hún nú í 467,0 stigum. Það þýðir að verðbólgan, vísitöluhækkun neysluverðs síðustu tólf mánuði, er 3,3%.

Án húsnæðis er hún hins vegar 2,8%, en hækkunin milli mánaða án húsnæðisliðarins er 0,48%, að því er Hagstofa Íslands segir frá.

Í kjölfar gjaldþrots Wow um síðustu mánaðamót hefur verð á flugfargjöldum til útlanda hækkað um 20,6% milli mánaða, en einnig er bent á að verð sé oft hærra í kringum páskana. Verð á bensíni og olíum hefur svo hækkað um 2,5% á milli mánaða.