*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 23. júlí 2018 10:16

Verðbólga hækkar í 2,7%

12 mánaða verðbólga mælist nú 2,69%, og er yfir markmiði seðlabankans þriðja mánuðinn á þessu ári, eftir 4 ár undir markmiði.

Ritstjórn
Mest áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs hafði 23% hækkun flugfargjalda til útlanda.
Haraldur Guðjónsson

Verðlag, mælt með vísitölu neysluverðs, hækkaði um 0,04% milli júní og júlí, þrátt fyrir 11,3% lækkun á fötum og skóm vegna sumarútsala sem lækkaði vísitöluna um 0,41%.

Stærstu þættir sem vega upp á móti þeirri lækkun eru 1% hækkun á reiknaðri húsaleigu (sem á að endurspegla kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði og hækkaði vísitöluna um 0,22%), og 23% hækkun flugfargjalda til útlanda sem hækkaði vísitöluna um 0,31%.

Vísitalan hefur ekki hækkað milli júní- og júlímánaða síðan 2015, og í upphafi árs hafði 12 mánaða verðbólgan ekki farið yfir 2,5% markmið seðlabankans í 4 ár. Hún mælist nú 2,69%, en var 2,62% í síðasta mánuði, og er því yfir markmiði annan mánuðinn í röð, og þann þriðja á þessu ári.

Stikkorð: Verðbólga hagstofan
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is