Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,66% milli mánaða samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og mælist 12 mánaða verðbólga nú 9,6% en var 9,3% í nóvember.

Tólf mánaða verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí á þessu ári en mældist 5,1% í desember á síðasta ári.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,76% milli mánaða og hefur því hækkað um 7,5% síðustu 12 mánuði.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,6% (áhrif á vísitöluna 0,10%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 19,4% (0,34%).