Verðbólga í Þýskalandi í júní mánuði hækkaði um 0,1 prósentustig frá mánuðinum á undan og er nú 1,5%. Niðurstöðurnar komu töluvert á óvart en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 1,3% verðbólgu. Bloomberg greinir frá.

Þrátt fyrir að verðbólga í stærsta hagkerfi evrusvæðisins sé en undir verðbólgumarkmiði evrópska seðlabankans um 2% verðbólgu þá eru tölurnar taldar góðar fréttir fyrir stefnumótandi aðila. Forsvarsmenn Seðlabanka Evrópu hafa greint frá því að bankinn hyggist stefna að því að vinda ofan af 2.300 milljarða evra magnbundinni íhlutun sinni.

Þrátt fyrir aukna verðbólgu í Þýskalandi gera greiningaraðilar ráð fyrir að verðbólga á evrusvæðinu muni dragast saman um 0,2 prósentustig frá maí mánuði.