Líkt og í febrúar var verðbólgan í Bretlandi 0%. Orsökin voru meðal annars ódýrari fatnaður og skór sem bætti upp hækkun olíuverðs. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Þetta þýðir að kostnaður við lifnað er nánast sá sami og hann var fyrir ári síðan. Hinsvegar segir Hagstofa Bretlands að ef verðbólgu hlutfall væri reiknað með tveimur aukastöfum væri verðbólga 0,01% lægri en fyrir ári síðan.

Ein megin ástæða þess að vísitala neysluverðs hefur haldist að mestu leyti óbreytt var hækkun olíu- og díselverðs á milli febrúar og mars. En fall olíuverðs á síðustu misserum hefur verið einn helsti áhrifavaldurinn í lágri verðbólgu.

Verðbólgan er vel undir markmiðið Bank of England sem var 2%.