Ársverðbólga í Bretlandi hækkar úr 3,3% í nóvember í 3,7% í desember sl. og hefur ekki verið hærri síðan í apríl í fyrra.  Þetta kemur fram á vef BBC.

Verðlag í Bretlandi hækkaði um 1% í desember. Sérfræðingar telja að nýlegt hækkun á virðisaukaskatti, úr 17,5% í 20%, gæti hækkað verðlag enn meira á næstu mánuðum og gæti ársverðbólga náð 4% í mars eða apríl.

Verðbólgan eykur líkurnar á því að Englandsbanki þurfi að hækka stýrivexti. Meðalverðbólgan í Evrópu var 2,3% í desember.