Vísitala neysluverðs í Bretlandi hækkaði um 0,3 prósentustig í janúar frá sama tíma árinu áður. Hún hefur aldrei hækkað jafn lítið milli ára þar á landi síðan hún var fyrst tekin saman árið 1996. Minnsta hækkun vísitölunnar var í desember á síðsta ári og í maí árið 2000. Þá hafði vísitalan lækkað um 0,5 prósentustig frá sama mánuði árið áður.

Greiningaraðilar í Bretlandi virðast sammála um að ástæðan fyrir lágri verðbólgu um þessar mundir liggi í lágu olíu- og matarverði.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .