Verðbólga hefur ekki verið hærri í Bretlandi í tvö ár. Hún hækkaði um 1% í septembermánuði og hefur ekki verið hærri síðan í nóvember árið 2014. Í ágúst var verðbólga í Bretlandi 0,6%. Meðalspá hagfræðinga var sú að verðbólga yrði 0,9% í september. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Að mati sérfræðinga, er talið líklegt að verðbólga eigi eftir að halda áfram að hækka í Bretlandi á næstunni. Þó sé hún enn talsvert undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Englands, sem er 2%.

Hagfræðingar sem Bloomberg náði tali af telja líklegt að Seðlabanki Englands (e. Bank of England), eigi eftir að lækka stýrivexti í næsta mánuði.

Starfsmenn seðlabankans hafa varað við því að veiking pundsins gæti haft áhrif á verðbólgu til hækkunar og jafnvel að hún fari yfir 2% mörkin.