Verðbólga í Bretlandi er nú tvöfalt hærri en markmið Englandsbanka segir til um. Í janúar mældist verðbólga 4%. Gera má ráð fyrir að verðbólgan þar í landi hafi að einhverju leyti áhrif hér heima, en um 5,5% af innflutningi er frá Bretlandi.

Í frétt Financial Times er haft eftir sérfræðingi að búast megi við að verðbólga verði hærri en 4,5% á næstu mánuðum. Er það sérstaklega hækkandi verð á matvörum og olíu sem veldur hækkun verðbólgunnar.