Verðbólga í Bretlandi rauk úr 4,5 prósentum í ágúst í 5,2 prósent í síðasta mánuði. Tölur sem þessari hafa ekki sést síðan í september árið 2008 þegar heimshagkerfið var á ystu nöf. Fyrir þann tíma hafði annað eins ekki mælst í ellefu ár.

Niðurstaðan er útúr korti en meðalspá Bloomberg-fréttastofunnar hljóðaði upp á 4,9 prósent verðbólgu. Helsta ástæðan fyrir þessu mun vera sú að Englandsbanki hefur sleppt takið tímabundið af verðbólguþróun og einbeitt sér að því að stýra efnahagslífinu fram hjá kreppunni sem barist er við á meginlandi Evrópu.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Verðbólga fór yfir markmið Englandsbanka í desember árið 2009 og rauf 3,0 prósenta múrinn í mars í fyrra þegar verð á matvöru, raforku og eldsneyti tók að hækka mikið.

Helsta ástæðan fyrir því að verðbólga rýkur upp nú 10,2 prósenta hækkun á raforkuverði á milli mánaða. Verð á gasi hefur eitt og sér nú hækkað um 13 prósent frá áramótum en aðrir liðir minna.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Mervyn King, seðlabankastjóra í Englandi, að verðbólga hafi náð hæstu hæðum og muni nú draga úr henni.