Verðbólga mældist 1,9% í Kína í september síðastliðnum og hefur ekki verið minni í tvö ár. Á sama tóma jókst útflutningur frá Kínaum 9,9% og innflutningur um 2,4 prósent. Þetta er langt umfram væntingar og um fjórum prósentustigum yfir spám. Frá þessu er greint á fréttaveitunni Bloomberg.

Í gær greindu fjölmiðlar vestanhafs frá ræðu Yi Gang, aðstoðarbankastjóra kínverska Seðlabankans, á árlegum fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og alþjóðabankans. Þar sagði Yi forgangsverkefni bankans vera að hafa hemil á verðbólgu, þrátt fyrir þrýsting frá öðrum löndum um að Kínverjar legðu heldur áherslu á að auka innlenda eftirspurn til að auka hagvöxt.

Á þessum sama fundi sagði Yi gengi hins kínverska juans nú nálægt því að vera í samræmi við verðmat markaða. Kínverjar hafa gjarnan verið sakaðir um að halda genginu og lágu í því skyni að auka samkeppnishæfni útflutnings síns.