Verð á fatnaði í Bretlandi hækkaði um 1,2% í nóvember og hefur ekki hækkað meira á einum mánuði í sex ár. Ýtti þetta  verðbólgu í Bretlandi upp og mældist hún í nóvembermánuði, en í október mældist hún 0,9%. Neysluverðsvísitalan hefur ekki hækkað meira í frá því í október 2014, þegar hún hækkaði um.

Hagstofa landsins sagði einnig að eldsneytisverð hafi einnig áhrif til hækkunar á verðbólgu. Á móti þessum hækkunum kom smávægileg lækkun á flugfargjöldum.

Kalt veðurfar hefur áhrif

„Styrking á gengi pundsins í nóvember dró úr verðbólguþrýstingnum á fyrirtæki sem flytja inn hráefni en verðlag til neytenda heldur áfram að stíga upp á við, aðallega vegna kostnaðar við fatnað og eldsneyti,“ segir Mike Prestwood, yfirmaður verðbólgudeildar hagstofunnar..

Ein ástæðan fyrir hækkandi verði á fatnaði var að veðurfarið hefur haldist nokkuð kalt, sem dregið hefur úr afsláttum á vetrarfötum.

Vænta áframhaldandi hækkunar verðbólgu

Englandsbanki býst við að verðbólgan muni rísa í 2,7% á árinu 2017 og vera yfir 2% verðbólgumarkmiðið til ársins 2020.

Aðrir spá þó enn meiri hækkunum eða allt upp í 4%.