Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári (1,1% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis). Kemur þetta fram á vefsíðu Hagstofunnar. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2015 er 426,4 stig og hækkaði um 1,02% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,4 stig og hækkaði um 1,02% frá febrúar.

Vetrarútsölum er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 9,1% (áhrif á vísitöluna 0,39%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) hækkaði um 1,6% (0,24%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 5,8% (0,20%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 8,8% (0,11%).