Verðbólga mældist 0,1% í Svíþjóð í september og er það þriðji mánuðurinn í röð sem staðan helst óbreytt á milli mánaða, samkvæmt hagstofu Svía. Þetta er minni verðbólga en reiknað var með en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 0,2% verðbólgu.

Fréttaveitan bendir á að verðbólga í Svíþjóð hafi nú verið undir 2% verðbólgumarkmiðum sænska seðlabankans í rúmt eitt og hálft ár eða í samfleytt 21 mánuð. Búist er við því að þetta verði raunin fram til ársins 2016.

Sérfræðingur hjá sænska bankanum SEB segir í samtali við Bloomberg að sökum þessa megi ekki búast við því að sænski seðlabankinn hækki stýrivexti fyrr en seint á síðasta ári. Bankinn hélt þeim óbreyttum í 1% í síðasta mánuði.