Verðbólga í Bretlandi mældist 0,5% í desembermánuði samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands. Lækkar hún nokkuð frá fyrri mánuði þegar hún mældist 1%. BBC News greinir frá þessu.

Lækkunin er meiri en sérfræðingar höfðu ráðgert, en þeir gerðu ráð fyrir 0,7% verðbólgu vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Verðbólgan í desember er með því lægsta sem mælst hefur þar ytra og eykur þrýsting á Englandsbanka að hækka stýrivexti.