Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2014  hækkaði um 0,31% frá fyrri mánuði. Verðbólga mælist því nú 0,8%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,3 stig og hækkaði um 0,23% frá nóvember. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands .

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,3% verðhjöðnun á ári.

Helstu áhrif á vísitöluna höfðu flugfargjöld til útlanda, en þau hækkuðu um 14,3% í mánuðinum. Verð á bensíni og olíum lækkaði hins vegar um 2,4% og hafði því áhrif til lækkunar á vísitölunni.