Verðbólga mældist 1,3% í októbermánuði í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá bresku hagstofunni. Minnkar hún á milli mánaða, en hún mældist 1,2% í september. BBC News greinir frá þessu.

Í síðustu viku varaði Englandsbanki við því að verðbólga gæti farið undir 1% á næstu sex mánuðum, vegna lægra matar- og eldsneytisverðs.