Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní hækkaði um 0,26% frá fyrri mánuði og er nú 429,3 stig. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands . Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 398,2 stig og hækkaði um 0,35% frá maí.

Verð á ferðum og flutningum hafði mest áhrif á vísitöluna til hækkunar en það hækkaði um 0,9% (áhrif á vísitöluna 0,14%) og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 1,9% (0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,2%. Í maímánuði mældist verðbólgan 1,6%.