Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí 2015 er 428,2 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,28% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 396,8 stig og hækkaði um 0,30% frá apríl. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,95% milli mánaða og hafði áhrif til hækkunar á vísitölunni um 0,14%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,3%.