Vísitala neysluverðs var óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í desember og mældist verðbólga 1,7% í mánuðinum. Þetta er í samræmi við væntingar en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 0,2% lækkun til 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.

Bloomberg-fréttaveitan segir í umfjöllun sinni um málið almennt gert ráð fyrir því að verðbólga aukist mikið á allra næstu árum þar sem stórverslanir reyni að laða til sín viðskiptavini með útsölum og öðrum sambærilegum hætti. Á sama tíma er fastlega búist við því að seðlabanki Bandaríkjanna haldi áfram að styðja við efnahagsbatann eftir lánsfjárkreppuna og afleiðingar fasteignabólunnar með lágu vaxtastigi og kaupum á skuldabréfum.