Verðbólga mældist 1,7% í Bretlandi í febrúar, samkvæmt nýjustu upplýsingum bresku hagstofunnar. Aðrar eins tölur hafa ekki sést í fjögur ár. Til samanburðar mældist 1,9% verðbólga þar í landi í janúar.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir að mestu muni um verðlækkun á eldsneytisverði auk þess sem hægt hafi á verðhækkunum í fataverslun auk þess sem raforkureikningur Breta hafi lækkaði.

BBC segir David Cameron styðja við efnahagsbata landsins.