Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2015 er 430 stig og hækkaði um 0,16% frá fyrri mánuði. Þá er vísitala neysluverðs án húsnæðis er 398,3 stig og hækkaði hún um 0,03% frá júní. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofunnar .

Helstu áhrif til lækkunar á vísitölunni höfðu sumarútsölur en verð á fatnaði og skóm lækkaði um 11,1% í mánuðinum. Áhrif á vísitöluna til lækkunar voru 0,5%.

Hins vegar hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 32,7% (áhrif á vísitöluna 0,45%) og þá hækkaði húsaleiga um 0,8% (áhrif á vísitöluna 0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,4%.