Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% á milli mánaða í júlí síðastliðnum og mældist verðbólga 2,0%. Þetta er meiri verðbólga er reiknað var með en spár hljóðuðu upp á 1,8%.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal um málið segir m.a. að verð á neysluvörum hafi hækkað, s.s. matvöru og raforku eftir lækkun í þrjá mánuði á undan. Blaðið segir engu að síður að menn telji nú að búið sé að hemja verðsveiflur í bili og muni verðbólga ekki lækkað frekar á næstunni.