Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% á milli mánaða og fór verðbólga við það úr 3,1% í 2,1%. Verðbólgan var síðast á þessum slóðum um svipað leyti árið 2011. Þetta er aðeins minni hækkun vísitölunnar og meiri verðbólgulækkun en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Verðbólguspá greiningardeilda bankanna hljóðaði upp á 0,7-0,8% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða og að verðbólga færi niður í 2,3 til 2,2%.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að vetrarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 7,1%, flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11% en verð á dagvörum lækkaði um 0,6%.

Hér má sjá verðbólguspár bankanna.

Arion banki

Íslandsbanki

Landsbankinn