Verðbólga mældist 2,7%  í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er í samræmi við meðalspá Bloomberg-fréttaveitunnar. Verðbólga þar í landi hefur verið óbreytt í fjóra mánuði eða síðan í október í fyrra. Leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna jafn marga mánuði þar sem verðbólga hefur staðið óbreytt.

Breska dagblaðið Financial Times segir um verðbólgutölurnar á vef sínum að verðhækkun á áfengi í jólamánuðinum hafi haldi verðbólgu uppi á sama tíma og verðlækkun á flugfargjöldum hafi þrýst henni niður. Þá vógu útsölu í síðasta mánuði þungt í nýjustu verðbólgutölunum.

Financial Times segir jafnframt að Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, muni birta verðbólguspá sína á morgun. Bankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga aukist á seinni hluta árs og verði yfir 2% verðbólgumarkmiðum næstu tvö árin. Slaki verði á peningalegu aðhaldi á meðan efnahagslífið er að taka við sér.