Verðbólga í Bretlandi fór úr 2,4% í apríl í 2,7% í maí, samkvæmt bresku hagstofunni. Þetta er meiri verðbólguaukning er búist var við. Mestu munar um verðhækkun á fatnaði og flugfargjöldum. Meðalspá hljóðai upp á 2,6%. Til viðmiðunar hljóða verðbólgumarkmið Englandsbanka upp á 2%.

Breska dagblaðið Guardian segir verðbólgu hafa hækkað umfram launaþróun og hefur eftir sérfræðingi að breskt efnahagslíf sé enn viðkvæmt eftir fjármálakreppuna og endurspegli verðbólgutölurnar nú að neytendur haldi að sér höndum.