Verðbólga mældist 3,2% í Kína í febrúar og hefur annað eins ekki sést þar í landi síðan í fyrravor. Helsta skýringin á aukinni verðbólgu liggur í 6% hækkun á matvöruverði á síðastliðnum tók mánuðum. Verðbólgan er enn 0,3 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum kínverskra stjórnvalda.

Breska ríkisútvarpið (BBC ), segir verðbólgutölur hitamál í kínverskum stjórmálum undanfarið. Helst er horft til þess að verðþróun á matvörumarkaði hífi ekki verðbólgutölurnar of hátt. Gerist það gætu stjórnvöld þurft að herða á peningalegu aðhaldi í meiri mæli en áður. Það getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir þjóðarbúskapinn enda skila slíkar aðgerðir sér af fullum þunga í hagvaxtartölum.

Í umfjöllun BBC um málið segir m.a. að ekki þurfi að hafa áhyggjur af verðþróuninni nú enda skýrist verðhækkanir í Kína síðustu vikur af nýársfagnaði víða um land.