Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,53% á milli mánaða og fór verðbólga úr 3,4% í maí í 3,3% nú, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð meiri hækkun vísitölunnar er greiningaraðilar höfðu að jafnaði búist við en spár Greiningar Íslandsbanka og IFS Greiningar hljóðuðu upp á 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs.

Hagstofan segir flugfargjöld til útlanda hafa hækkað um 11,4% og jókst á sama tíma kostnaður vegna eigin húsnæðis um 0,8% á milli mánaða. Þá hækkaði verð á bensíni og olíum um 1,8%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,8% verðbólgu á ári.