*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2013 10:09

Verðbólga mælist 3,7%

Verðbólga er aðeins meiri en greiningaraðilar bjuggust við.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,36% á milli mánaða og hækkar verðbólga við það úr 3,6% í 3,7%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er ekki í samræmi við spár greiningaraðila sem ýmist spáðu því að verðbólga myndi standa í stað eða fara niður í 3,5%.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs að kostnaður vegna eigin húsnæðir hækkaði um 1,4% á milli mánaða. 

Ef vísitala húsnæðis er tekin út úr verðbólgutölunum þá mælist 2,9% verðbólga. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% og mælist verðbólga samkvæmt því 2,8% á ársgrundvelli.