Vísitala neysluverð (VNV), miðuð við verðlag í febrúar 2021, hækkaði um 0,69% frá fyrri mánuði. Ársbreyting vísitölunnar mældist 4,1% í febrúar sem er um 0,2% lækkun frá janúar mánuði þegar verðbólgan mældist 4,3%, samkvæmt tölum Hagstofunnar .

Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 3,2% milli mánaða sem vó 0,17% af hækkun vísitöluna. Það má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða gengnar til baka. Viðhalda og viðgerðir á húsnæði hækkuðu einnig um 2,2% frá fyrri mánuði sem hækkaði VNV um 0,11%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,76% frá janúar síðastliðnum og nam ársbreyting hennar 4,5%.