Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% á milli mánaða og mælist verðbólga því 4,3%. Án húsnæðisliðar mælist hún hins vegar 4,5%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,5% verðhjöðnun á ári. Þetta er nokkuð í takt við spár markaðsaðila sem gerðu ráð fyrir 0,7% - 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs og á bilinu 4,2% - 4,3% verðbólgu.

Hagstofan bendir á í umfjöllun sinni að sumarútsölur eru um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3%, verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,9% og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 9,5%.