Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og fer verðbólga við það úr 4,2% í 4,5%. Hún er nú á svipuðum slóðum og í júlí. Á sama tíma í fyrra var verðbólga 5,2%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,9% á milli mánaða en verð á dagvöru hækkaði um 0,8%. Þá hækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 8,3% frá í október.