Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,68% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,69% milli mánaða.

Vetrarútsölur er nú gengnar til baka o gverð á fötum og skóm hækkaði um 6,4%, verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 11,7%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, þ.e. reiknuð leiga, hækkaði um 1%. Á móti kemur að verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 11,9%.

Vísitala neysluverðs hefur nú hækkað um 2,2% á síðustu 12 mánuðum og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 0,7% á sama tíma.