Vísitala neysluverð hækkaði um 1,02% í mars frá fyrri mánuði sem er meiri hækkun en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. Nú mælist 12 mánaða verðbólga 1,6% en samkvæmt spá Seðlabankans var spáð 2% verðbólgu á fyrsta fjórðungi ársins.

Arion banki spáði 0,6% hækkun milli mánaða, Íslandsbankinn 0,9%, Landsbankinn 0,7% og IFS greining spáði 0,7% hækkun milli mánaða.

Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.