Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% á milli mánaða og mælist hún nú 5,4%. Þetta er óbreytt staða frá í maí og þvert á spár greiningaraðila sem gerðu almennt ráð fyrir því að verðbólga færi niður í 4,9%. Spár þeirra um breytingu á vísitölu neysluverðs á milli mánaða var engu að síður nálægt niðurstöðunni, hækkun á milli 0,1% til 0,4%.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,2% á milli mánaða. Á móti hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 1,1%. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 11% sem var þvert á það sem búist hafði verið við en flestir greiningaraðilar sögðu aukna samkeppni í millilandaflugi geta lækkað verðið.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að verðbólga án húsnæðis sé nú 5,5% en tólf mánaða vísitala neysluverðs hafi hækkð um 5,4%.