Verðbólga mældist 4,5% í Bretlandi í maí og var hún því óbreytt frá aprílmánuði en verðbólga þar í landi hefur ekki mælst hærri en undanfarna tvo mánuði síðan í október 2008. Þessar tölur voru í samræmi við spár greinenda. Verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2% en þrátt fyrir að verðbólgan sé meira en tvöfalt hærri en svo hefur stjórn bankans ákveðið að hrófla ekki við stýrivöxtum sem hafa aldrei verið lægri en nú.

Kjarnaverðbólga, sem er verðbólga án nokkurra sveiflukenndra vöruflokka svo sem matar og orkugjafa, mældist 3,3% og lækkaði úr 3,7%.