Í nýrri verðbólguspá Seðlabankans er því vænt að verðbólga fari að yfir 8% að meðaltali á þriðja ársfjórðungi og verð um 8% að meðaltali út árið. Verðbólga mældist 7,2% í apríl og hefur ekki verið hærri frá árinu 2010. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti í morgun úr 2,75% í 3,75%.

Ekki er búist við að verðbólga fari undir 3% fyrr en á öðrum ársfjórðungi árið 2024. Þá er ekki búist við að verðbólga verði komin í 4% fyrr en um mitt næsta ár.

Í ritinu Peningamál sem Seðlabankinn gaf út í morgun að verðbólguhorfur hefðu versnað frá síðustu spá bankans í febrúar, m.a. í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs þungt en því til viðbótar koma áhrif mikilla hækkana alþjóðlegs olíu og hrávöruverðs. Þá gætir einnig áhrifa töluverðs innlends verðbólguþrýstings sem m.a. birtist í miklum hækkunum launa," segir í Peningamálum.

Verðbólgumarkmið peningastefnunefndar Seðlabankans er 2,5% með vikmörkum við 4% og 1%.

Verðbólguspá Peningamála: