Neytendaverð hækkaði í Japan á mesta hraða í 23 ár í apríl, í kjölfar hækkunar á söluskatti. Verð hækkaði um 3,2% miðað við sama tímabil á síðasta ári, en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um 3,1% hækkun. Ríkisstjórnin hækkaði söluskatt um 5% í 8% 1. apríl síðastliðinn.

Japan hefur staðið í stríði við verðhjöðnun og fallandi verðlag síðustu tvo áratugi og stjórnmálamenn hafa sagt að enda þennan vítahring sé lykillinn að því að endurlífga efnahagslífið í landinu. Fallandi neytendaverð hefur slæm áhrif á eftirspurn innanlands vegna þess að neytendur og fyrirtæki hætta við kaup í von um betra verð seinna meir.

Japanska ríkisstjórnin hefur tekið skref í átt að því að afstýra fallandi verði og hefur áætlað verðbólgu upp á 2%. Aðgerðir ríkisins hafa nú þegar haft áhrif, en neytendaverð hefur hækkað 11 mánuði í röð. Vonin er sú að þegar verð fer að hækka munu neytendur og fyrirtæki þurfa að eyða meiri pening og munu ekki bíða með kaup vegna þess að vöruverð gæti hækkað.

Hins vegar getur hærri verðbólga haft skaðleg áhrif. Tölur sýndu að eyðsla heimilanna dróst saman um 4,6% í apríl miðað við sama tímabil á síðasta ári. Auk þess dórst smásala saman um 4,4% í sama mánuði.