*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 12. maí 2021 19:15

Verðbólga þýtur upp vestanhafs

Verðbólga í Bandaríkjunum var 4,2% í apríl miðað við 2,6% í mars, er þetta mesta verðbólga þar ytra frá því í september 2008.

Snær Snæbjörnsson
Verðbólga var 4,2% í apríl í Bandaríkjunum
epa

Verðbólga í Bandaríkjunum skaust upp úr 2,6% í mars síðastliðnum í 4,2% í apríl. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Verðbólga í Bandaríkjunum hefur rokið upp það sem að er af ári. Verðbólga var 1,4% í janúar sem er hækkun um 2,8%. Þá er þetta mesta verðbólga í Bandaríkjunum síðan í september 2008. Sérfræðingar eru hræddir um að fjárhagsleg aðstoð, flöskuhálsar og aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu í kjölufar bólusetninga muni leiða til aukinna verðhækkana næstu mánuði.

Í mars samþykkti Joe Biden Bandaríkjaforseti bjargræðispakka upp á 1,9 billjóna Bandaríkjadollara. Fengu þá flestir Bandaríkjamenn ávísun upp á 1.400 dollara. Þá jukust einnig ríkisútgjöld til menntunar, starfa og velferðarmála. Mun þetta hafa leitt til uppsöfnunar sparnaðar sem er eytt nú þegar verslun og þjónusta opnar í auknum mæli, og rekur upp verð.