Ársverðbólga í Svíþjóð mældist 3,3% í maí samkvæmt nýjum tölum sem SCB, sænska hagstofan birti í morgun. Á milli mánaða mældist verðbólgan 0,2%. Greinendur höfðu að meðaltali spáð 3,4% ársverðbólgu að sögn viðskiptavefjarins di.se og hið sama hafði Riksbanken, sænski seðlabankinn, gert.