Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,6% og vísitala án húsnæðis 3,0%. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2013 er óbreytt frá fyrra mánuði 415,2 stig.

Tólf mánaða verðbólga nú er mun lægri en hún var í október fyrir ári síðan. Þá mældist hún 4,2%. Á þessu ári hefur hún farið hæst upp í 4,8% í febrúar.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og þolmörkin 1-4%.