Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,9%, samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs í september er 415,2 stig og hækkaði um 0,34 frá fyrri mánuði. Sumarútsölum er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,1%.

Frá 1. september niðurgreiða Sjúkratryggingar Íslands tannlæknakostnað 3 ára barna og 12-14 ára barna samkvæmt reglugerð nr. 451/2013. Tekið var tillit til þessa við útreikning á vísitölu neysluverðs í september. Kerfisbreytingin leiddi til 4,1% lækkunar á tannlækningalið vísitölunnar (vísitöluáhrif -0,05%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 3,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,7% verðbólgu á ári (0,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).