*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Innlent 25. mars 2021 09:20

Verðbólgan hækkar í 4,3%

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,43% milli mánaða og um 4,8% á ársgrundvelli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2021, hækkaði um 0,49% frá fyrri mánuði. Ársbreyting vísitölunnar mældist 4,3% í mars, líkt og í janúar síðastliðnum, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9%, sem hafði 0,15% áhrif á vísitöluna, og bensín og olíur hækkuðu um 4,0% sem leiddi til 0,13% hækkunar vísitölunnar.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,43% milli mánaða og um 4,8% á ársgrundvelli.