Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Tólf mánaða verðbólga mælist 2,2% í mars og tólf mánaða verðbólga án húsnæðis er 0,8%. Þetta sýna nýjar tölur sem Hagstofan birtir í dag.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2014 er 419,7 stig og hækkaði um 0,24% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,8 stig og hækkaði um 0,23% frá febrúar.

Vetrarútsölum er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,9%. Verð á bensíni og olíum lækkaði um 2,2%.