Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7% og vísitalan án húsnæðis um 5,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 4,1% verðbólgu á ári, samkvæmt mælingum Hagstofunnar .

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september er 383,3 stig og hækkaði um 0,63% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 363,9 stig og hækkaði um 0,75% frá ágúst.

Sumarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,2% (vísitöluáhrif 0,24%) og verð á húsgögnum, heimilis- og raftækjum um 2,3% (0,13%). Þá hækkaði verð á dagvöru um 0,6% (0,1%).