Gert er ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í maí frá fyrri mánuði, samkvæmt nýrri spá IFS greiningar. Gangi spáin eftir, hækkar tólf mánaða verðbólga úr 2,3% í 2,6%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.

Hagstofan birtir verðbólgutölur miðvikudaginn 28. maí. Helstu áhrifavaldar á hækkun verðlags nú er húsnæðisliðurinn og gisting en flutningaliðurinn heldur aftur af hækkun VNV.