*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 27. febrúar 2020 14:32

Verðbólgan hækkaði um 0,7 prósentur

Hækkun verðbólgu milli janúar og febrúar var yfir væntingum greiningaraðila, og fór hún í 2,4%. VNV hækkaði um 0,92%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,92% milli mánaðanna janúar og febrúar og fór þar með verðbólgan í 2,4% að því er Hagstofa Íslands greindi frá í morgun.

Þar með er hækkun verðbólgunnar, eða 12 mánaða hlaupandi VNV, milli mánaða 0,7 prósentustig, sem er yfir væntingum greiningaraðila, sem sett höfðu fram opinberar spár um 0,4 til 0,5 prósentustiga hækkun.

Þar á meðal hafði Landsbankinn spáð 0,4%, en í nýrri Hagsjá bankans er umframhækkunin rakin til þess að verða á fötum og skóm og húsgögnum og heimilisbúnaði hafi hækkað nokkru meira en vænt hefði verið og meira en síðustu mánuði.

Fataútsölunum hafi lokið fyrr, meðan húsgagna og heimilisbúnaðaútsölurnar hafi líklega staðið yfir lengur en venjulega. Einnig hafi munað um 1,8% hækkun tómstunda og menningar og hins vegar 8,8% hækkunar Flugfargjalda til útlanda. Hins vegar hafi Bensín og díselolía lækkað um 2,1% sem var í samræmi við verðmælingar bankans.